Erlend baráttusamtök og hreyfingar

 

The Court Said

 

Baráttusamtök í Bretlandi fyrir þolendur kerfisofbeldis í fjölskyldurétti. The Court Said hefur svo einnig verið stofnað í Bandaríkjunum og fleiri löndum.

The Court Said

 

Women’s Coalition

 

The Women’s Coalition var stofnað í Bandaríkjunum til að vekja athygli á kerfisbundnum kynjafordómum í fjölskyldurétti, sem veldur því að börn eru tekin af mæðrum sínum og afhent feðrum sem fá leyfi til að beita þau ofbeldi og einangra þau.

The Women's Coalition

 

One Moms Battle

 

One Moms Battle er fræðslusíða og ráðgjöf rekin af Tinu Swithin. Hún veitir ráðgjöf til þeirra sem upplifa ofbeldi eftir skilnað og standa í forsjármáli í fjölskyldurétti í Bandarikjunum. Einnig veitir hún fræðslu um narssissisma.

One Moms Battle

Erlent fræðsluefni

 

Barry Goldstein

 

Barry Goldstein er sérfræðingur í ofbeldismálum í Bandaríkjunum. Á vefsíðu hans má finna mikinn fróðleik.

Barry Goldstein

 

Stop Abuse Campaign

 

The Stop Abuse Campaign er ætlað að koma í veg fyrir áföll barna með almennri stefnumótun og forvörnum í Bandaríkjunum.

Stop Abuse Campaign

 

Lundy Bancroft

 

Lundy Bancroft er einn þekktasti höfundur, ráðgjafi og fyrirlesari um heimilisofbeldi.

Lundy Bancroft

Samtök fyrir þolendur ofbeldis á Íslandi

 

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis af öllum kynjum. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum.  

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Drekaslóð

Fræðslu- og þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra

 

Stígamót

Stígamót eru ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi.

Kvennaathvarf

Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Þar er einnig hægt að fá viðtalsráðgjöf.

 

Barnaheill

Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children og vinna að réttindum og velferð barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.