#afhjúpun

Líf án ofbeldis hefur verið þekkt fyrir að afhjúpa gögn á Facebook síðu sinni sem sýna svart á hvítu hvernig kerfið misnotar vald sitt gegna þolendum ofbeldis. Afhjúpun gagna er neyðarrúrræði mæðra og barna sem ekki fá áheyrn á annan hátt. Hér má finna nokkur dæmi.

GASLÝSING GERANDAGerendur í kynferðisbrotamálum barna eru ekki skrímslin sem almenningur telur þá vera, heldur langoftast nákominn aðili fjölskyldu þolandans sem hún treystir fyrir barninu. Barnið treystir gerandanum en hann beitir oft kynferðisofbeldinu í skjóli ástar svo barnið gerir sér jafnvel ekki fyllilega grein fyrir því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en það er orðið eldra. Gerandinn er venjuleg manneskja, jafnvel vel stæður einstaklingur, virtur og vel liðinn í þjóðfélaginu. Gaslýsing geranda er ofbeldið sem læsir þolandann og fjölskyldu hans inni í þögn.Í eftirfarandi máli nýtti gerandinn, faðir barns, stöðu sína sem þekktur og virtur einstaklingur í þjóðfélaginu til að sannfæra þjóðina um sakleysi sitt. Hann segir barnið ljúga og móður tálma.Fram að því að barnið tjáði sig var umgengni jöfn og sýna gögn ekki annað en að móðurfjölskyldan hafi leitast eftir jafnri umgengni þar til frásagnir barnsins um ofbeldi fóru að ágerast til muna.Móðurfjölskylda barnsins ræddi hvorki opinberlega um málið né við aðra ótengda aðila eftir að barnið opnaði sig. Faðir sendi hinsvegar út fjöldapósta um málið til vina, vandamanna og samstarfsaðila og fór ítrekað í fjölmiðla til að lýsa sig saklausan.Málið var fellt niður hjá lögreglu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar vegna eindreginnar neitunar föður gegn orðum barnsins. Sönnunargögnin þóttu því ekki nægileg til að málið gæti farið fyrir dómstóla. Þannig endar yfirgnæfandi meirihluti þeirra kynferðisbrotamála sem koma inn á borð hjá lögreglu.Við hjá Líf án ofbeldis höfum farið yfir gögnin í málinu og trúum barninu. Hér er aðeins brot af þeim gögnum.#lífánofbeldis

GASLÝSING GERANDA

Gerendur í kynferðisbrotamálum barna eru ekki skrímslin sem almenningur telur þá vera, heldur langoftast nákominn aðili fjölskyldu þolandans sem hún treystir fyrir barninu. Barnið treystir gerandanum en hann beitir oft kynferðisofbeldinu í skjóli ástar svo barnið gerir sér jafnvel ekki fyllilega grein fyrir því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en það er orðið eldra. Gerandinn er venjuleg manneskja, jafnvel vel stæður einstaklingur, virtur og vel liðinn í þjóðfélaginu. Gaslýsing geranda er ofbeldið sem læsir þolandann og fjölskyldu hans inni í þögn.

Í eftirfarandi máli nýtti gerandinn, faðir barns, stöðu sína sem þekktur og virtur einstaklingur í þjóðfélaginu til að sannfæra þjóðina um sakleysi sitt. Hann segir barnið ljúga og móður tálma.

Fram að því að barnið tjáði sig var umgengni jöfn og sýna gögn ekki annað en að móðurfjölskyldan hafi leitast eftir jafnri umgengni þar til frásagnir barnsins um ofbeldi fóru að ágerast til muna.

Móðurfjölskylda barnsins ræddi hvorki opinberlega um málið né við aðra ótengda aðila eftir að barnið opnaði sig. Faðir sendi hinsvegar út fjöldapósta um málið til vina, vandamanna og samstarfsaðila og fór ítrekað í fjölmiðla til að lýsa sig saklausan.

Málið var fellt niður hjá lögreglu þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar vegna eindreginnar neitunar föður gegn orðum barnsins. Sönnunargögnin þóttu því ekki nægileg til að málið gæti farið fyrir dómstóla. Þannig endar yfirgnæfandi meirihluti þeirra kynferðisbrotamála sem koma inn á borð hjá lögreglu.

Við hjá Líf án ofbeldis höfum farið yfir gögnin í málinu og trúum barninu. Hér er aðeins brot af þeim gögnum.

#lífánofbeldis

Móðirin sem verndar barn sitt gegn kynferðisofbeldi föður fékk sáttavottorð sent frá sýslumanni á föstudaginn. Þar kemur fram að sættir tókust ekki þrátt fyrir að móðir bjóði og hafi ítrekað áður boðið manninum að hitta barnið sem hann hefur sjaldan þegið. Þetta vottorð verður svo lagt inn í aðfararmálið. Nauðsynlegur undanfari þess að hægt sé að heimila aðför er að gefið verði út sáttavottorð um að sættir hafi ekki tekist.

Móðirin sem verndar barn sitt gegn kynferðisofbeldi föður fékk sáttavottorð sent frá sýslumanni á föstudaginn. Þar kemur fram að sættir tókust ekki þrátt fyrir að móðir bjóði og hafi ítrekað áður boðið manninum að hitta barnið sem hann hefur sjaldan þegið. Þetta vottorð verður svo lagt inn í aðfararmálið.
Nauðsynlegur undanfari þess að hægt sé að heimila aðför er að gefið verði út sáttavottorð um að sættir hafi ekki tekist.

BÖRN SKRIFA  (bréf afhent dómsmálaráðuneytinu 2019)

BÖRN SKRIFA
(bréf afhent dómsmálaráðuneytinu 2019)

Það getur varla verið auðvelt fyrir börn sem búa með þessum manni að segja frá ofbeldi ef þau verða fyrir því. Er það ábyrgð barnsins að vernda sig fyrir ofbeldinu? Er það ábyrgð samfélagsins að láta barnið búa við ofbeldishættu án þess að aðhafast …

Það getur varla verið auðvelt fyrir börn sem búa með þessum manni að segja frá ofbeldi ef þau verða fyrir því. Er það ábyrgð barnsins að vernda sig fyrir ofbeldinu? Er það ábyrgð samfélagsins að láta barnið búa við ofbeldishættu án þess að aðhafast neitt? Hvenær er það talið hættulegt fyrir barn að umgangast barnaníðing?

Getur verið að löglærður fulltrúi sýslumanns láti eigin fyrirfram ákveðnu hugmyndir um lygasýki mæðra og barna ráða úrslitum í ákvarðanatöku um líf barna sem eiga barnaníðing sem föður?

Getur verið að löglærður fulltrúi sýslumanns láti eigin fyrirfram ákveðnu hugmyndir um lygasýki mæðra og barna ráða úrslitum í ákvarðanatöku um líf barna sem eiga barnaníðing sem föður?

Í Barnahúsi segir barn frá alvarlegu kynferðisbroti föður sem staðfest er í Barnahúsi. Hér er birt aðeins lítið brot af frásögn barnsins af endurtekinni misnotkun. Samt er barnið úrskurðað í aukna og eftirlitslausa umgengni, til að "bæta upp tengslarof" við föður. Árið 2018.

 

Í Landsrétti er því haldið fram að ekkert hafi komið fram um að umgengni sé andstæð hagsmunum barns. Meðal annars lá fyrir frásögn móður um kynferðislega hegðun föður í garð barnsins, visbendingar frá barninu sjálfu, auk vitnisburða frá tveimur konum um kynferðislega misnotkun af hálfu mannsins, þegar þær voru á barnsaldri.

 
76914164_132386824834389_6029684980328693760_n.jpg
 

Árið 2018 yfirheyrði félagsráðgjafi hjá Sýslumanni barn um ofbeldi sem það varð fyrir, eftir að barnið hafði mætt í fjölmörg viðtöl í Barnahúsi og sagt frá ofbeldinu, þar sem það var staðfest. Fulltrúinn hafði lofað þeim að spyrja ekkert út í ofbeldið áður en viðtalið byrjaði en stóð ekki við orð sín og þráspurði barnið um nákvæm smáatriði um ofbeldið þegar í viðtalið var komið. Hér er pínulítið brot af viðtalinu.

Í 1. gr. Barnalaga um réttindi barns, stendur:Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

Í 1. gr. Barnalaga um réttindi barns, stendur:

Barn á rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.

Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess.

Barn á rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur og þroska.

74237037_134546784618393_1815003353373999104_n.jpg
 
74605548_132886431451095_905334760459468800_n.jpg

Konur sem fara frá ofbeldismanni sínum eru skammaðar fyrir að "hafa ekki áhuga" á að mæta geranda sínum í sáttameðferð, og ofbeldi afskrifað sem "rifrildi".